Grýla gægist í Aðventugarðinn
20.12.2024
Fréttir
Er jólaspenningurinn í hámarki á þínu heimili? Þá mælum við svo sannarlega með heimsókn í fallega Aðventugarðinn. Þar er gullið tækifæri til að umfaðma jólastemninguna, fá sér heitt kakó, steikja sykurpúða yfir opnum eldi og hitta fyrir jólasveina og sjálfa Grýlu sem mætir til að taka stöðuna á sonum sínum og börnunum í Reykjanesbæ.