Halló ísbjörn!

Grýla gægist í Aðventugarðinn

Er jólaspenningurinn í hámarki á þínu heimili? Þá mælum við svo sannarlega með heimsókn í fallega Aðventugarðinn. Þar er gullið tækifæri til að umfaðma jólastemninguna, fá sér heitt kakó, steikja sykurpúða yfir opnum eldi og hitta fyrir jólasveina og sjálfa Grýlu sem mætir til að taka stöðuna á sonum sínum og börnunum í Reykjanesbæ.
Lesa fréttina Grýla gægist í Aðventugarðinn
Mannréttindastefna Reykjanesbæjar 2024

Ný mannréttindastefna Reykjanesbæjar

Á bæjarstjórnarfundi þann 17. desember var ný mannréttindastefna Reykjanesbæjar samþykkt. Stefnan miðar að því að tryggja að allir íbúar njóti mannréttinda, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, kynferði, kynhneigð, aldri, efnahag, ætterni, fötlun, heilsufari eða annarri stöðu.
Lesa fréttina Ný mannréttindastefna Reykjanesbæjar

Umhverfisvaktin 16.-17. des

Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.   Mánudagur 16. des til þriðjudags 17. des Grænásbraut við gatnamót Keilisbrautar og Flugvallarbrauta…
Lesa fréttina Umhverfisvaktin 16.-17. des

Dúndurdagskrá í Aðventugarðinum

Er nálgast jólin lifnar yfir öllu eins og segir í kvæðinu og vafalaust er stigvaxandi spennustig á mörgum heimilum. Þá er nú heldur betur gott að geta skellt sér í kuldagallann og skjótast í Aðventugarðinn til að fá útrás fyrir mesta jólaspenninginn. Það er dýrmætt að hafa þennan valkost í heimabygg…
Lesa fréttina Dúndurdagskrá í Aðventugarðinum

Umhverfisvaktin 13.-16. des

Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.   Föstudagur, 13. desember Framkvæmdir standa yfir á Grænásbraut næstu daga og verður hún lokuð. Hjál…
Lesa fréttina Umhverfisvaktin 13.-16. des

Ný leikskóladeild opnar í sögufrægu húsi að Skólavegi 1

Á dögunum opnaði ný deild leikskólans Tjarnarsels, Tjarnarlundur, í sögufræga húsinu að Skólavegi 1. Um er að ræða aldursblandaða deild fyrir 25 börn, sem starfar sem útibú frá Tjarnarseli. Þetta markar spennandi nýjan kafla í sögu hússins, sem byggt var árið 1911 sem barnaskóli og er elsta steinhús…
Lesa fréttina Ný leikskóladeild opnar í sögufrægu húsi að Skólavegi 1

Margt jákvætt á döfinni

Það er klárlega margt jákvætt að gerast í Reykjanesbæ um þessar mundir, þar sem mikilvægir samningar og framkvæmdir leggja grunn að áframhaldandi uppbyggingu og þróun samfélagsins. Hér má líta yfir tvö spennandi undirskriftir sem marka mikilvægar framfarir í uppbyggingu í bæjarfélaginu: Þróun Akade…
Lesa fréttina Margt jákvætt á döfinni
Ráðhús Reykjanesbæjar.

Samþykkt Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025-2028

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025 til og með 2028 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nr. 687 þann 3. desember 2024 og var fjárfestingaáætlun fyrir sama tímabil samþykkt samhliða.
Lesa fréttina Samþykkt Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025-2028

Aðventugarðurinn opnar um helgina

Nú er heldur betur að færast líf í fallega Aðventugarðinn okkar. Á fyrsta sunnudegi í aðventu fjölmenntu fjölskyldur í hressandi aðventugöngu þar sem gengið var í gegnum gamla bæinn í Keflavík í fylgd jólasveins og Fjólu tröllastelpu og lagið tekið við Keflavíkurkirkju. Þegar hersingin kom til baka …
Lesa fréttina Aðventugarðurinn opnar um helgina

Hvert er jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar?

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja ofurmetnað í jólaskreytingar. Einnig eru mörg fyrirtæki og verslanir sem leggja sig fram við að glæða bæinn ljósum og lífi í mesta skammdeginu með fallegum utanhússkreytingum eða töfrandi jólagluggum. Þess vegna er líka einstaklega…
Lesa fréttina Hvert er jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar?