BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ 6.-16.maí
Velkomin á BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ sem hefur að markmiði að gera sköpun barna og ungmenna hátt undir höfði og að draga fram allt það jákvæða og skemmtilega sem börn og fjölskyldur geta gert saman í Reykjanesbæ, þeim að kostnaðarlausu.
BAUNabréfið
Nú hafa öll börn upp í 7.bekk fengið afhent BAUNabréfið. Tilgangur þess er að hvetja börn og fjölskyldur til að fara á kreik og taka þátt í ýmsum skemmtilegum verkefnum og svara spurningum eða safna stimplum í bréfið sitt.
Við hvetjum fjölskyldur til að láta BAUNabréfið vísa sér veginn og leysa saman skemmtilegar þrautir. Þegar 7 af 10 þrautum hafa verið leystar er hægt að skila lausnasíðu úr BAUNabréfinu á sérstakar stimpilstöðvar og heppnir þátttakendur fá glæsileg verðlaun.
Verðlaun
Síðasti dagur til að skila lausnablaði á stimpilstöð er föstudagurinn 21.maí. Vinningshafar verða dregnir út í beinu streymi á facebooksíðu BAUNar föstudaginn 28. maí kl. 14. Í verðlaun eru trampólín, hluaphjól og bíómiðar með poppi og drykk.
Dagskrá
Auk BAUNabréfsins er margt skemmtilegt á dagskrá.
6. maí – fimmtudagur
- Opnun listahátíðar barna og ungmenna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
Eitt af þeim verkefnum sem hefur verið hryggjarstykkið í hátíðinni frá upphafi er Listahátíð barna. Þar hafa nemendur í öllum leik- og grunnskólum bæjarins auk listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja lagt undir sig safnahúsin með frábærum listsýningum í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar.
Í vetur hafa leikskólarnir unnið með yfirskriftina “dýr” og því verður fjölskrúðugt dýralífið í Duus Safnahúsum á meðan á hátíðinni stendur.
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
- Ungvíkurfréttir í Suðurnesjamagasíni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut kl. 21
7. maí – föstudagur
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
- Hæfileikahátíð grunnskólanna streymt úr Stapa í alla grunnskóla bæjarins
- Vígsla glænýrrar vatnsrennibrautar í Sundmiðstöðinni - Vatnaveröld
8. maí – laugardagur
- Skessuskokk á fimm stöðum í Reykjanesbæ kl 11-16.
Fylgdu í fótspor Skessunnar og taktu þátt í 1,5 km skokki á milli Skessuspora.
Hægt er að hlaupa í fimm mismunandi hverfum . Skemmtilegar fígúrur frá Leikfélagi Keflavíkur á staðnum.
Allir þátttakendur fá ís á Bitanum gegn framvísum stimpils frá Skessuskokkinu – aðeins þennan eina dag.
Hér má sjá hlaupaleiðirnar:
- Lesið fyrir hund í Bókasafni Reykjanesbæjar kl. 11:30 - 12:30. Skráning skilyrði á heimasíðu Bókasafnsins.
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
9. maí – sunnudagur
- VísindaVilli, tilraunir með Villa í beinu streymi kl. 11 á facebooksíðu BAUNar.
Vilhelm Anton Jónsson eða VísindaVilli er öllum kunnur en hann verður með okkur í beinu streymi með alls kyns tilraunir. Börn- og ungmenni eru hvött til þess að fá einhvern fullorðinn með sér í lið og fara í innkaupaleiðangur fyrir viðburðinn svo þau geti tekið þátt í tilraunum með Villa. Viðburðurinn verður sýndur í beinu streymi á facebooksíðu BAUNar.
Innkaupalistinn:
Hveiti
Matarlitur
Matarsódi
Edik
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
10. maí – mánudagur
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
- Formleg opnun þrautabrautar í Njarðvíkurskógum14
- Sumarsmellir í Fjörheimum (trúbador, söngur og gleði) fyrir 8.-10.bekk kl. 19:30-21:30
11. maí – þriðjudagur
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
- Vorhátíð (útileikir og tónlist) fyrir 5.-7. bekk í Fjörheimum kl. 17:30-19:00
12. maí - miðvikudagur
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
- Kökuskreytingarkeppni Fjörheima fyrir 8.-10. bekk kl. 19:30-21:30
13. maí – fimmtudagur/uppstigningardagur
- Tímataka í þrautabraut í Njarðvíkurskógum kl.11-16
Vissir þú að það er komin ný æðisleg þrautabraut við Njarðvíkurskóga? Komdu og gáðu hversu hratt þú kemst í gegnum brautina.
Júdódeild UMFN mun sjá um að taka tímann á öllum þeim sem vilja fimmtudaginn 13.maí á milli kl.11 og 16 og halda utan um bestu tímana.
Mundu eftir BAUNabréfinu.
- Vígsla á glænýrri fjallahjólabraut á Ásbrú kl. 13
- Kynning og aðstoð frá Hjólaleikfélaginu í fjallahjólabrautinni kl. 13-16.
Hjólaleikfélagið mætir og kynnir og aðstoðar alla sem mæta með hjólið sitt og taka hring í fjallahjólabrautinni.
Fjallahjólabrautin er staðsett í brekkunni við bílastæði Kadeco, Skógarbraut 946 á Ásbrú. Mikilvægt að muna eftir hjálminum.
- Ungvíkurfréttir í Suðurnesjamagasíni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut kl. 21
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
- Hjólabretti og list (hjólabrettakennsla og málað á hjólabretti) fyrir 5.-7.bekk í Fjörheimum kl. 17:30-19:00
14. maí – föstudagur
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
- Knúsarinn fer á listahátíð barna í Duus Safnahúsum. Myndband birt á samfélagsmiðlum Fjörheima kl. 19:30.
15. maí – laugardagur
- Lesið fyrir hund í Bókasafni Reykjanesbæjar kl. 11:30 - 12:30. Skráning skilyrði á heimasíðu Bókasafnsins.
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Dýrasýning með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafnsins
16. maí – sunnudagur
- Bakað í beinni með Fjólu tröllastelpu og Grýlu kl. 11 á facebooksíðu BAUNar.
Fjóla tröllastelpa og Grýla eru miklar vinkonur Skessunnar í hellinum og eru spenntar að fá að baka með börnum- og ungmennum í Reykjanesbæ. Innkaupalisti birtist síðar.
- Listahátíð barna í Duus Safnahúsum kl. 12-17
- Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum kl. 12-17
Listahátíð barna í Duus Safnahúsum stendur til 24.maí.