Frá verkefninu „Ópera fyrir leikskólabörn“ í einum af leikskólum bæjarins. Ljósmynd: Ópera fyrir leikskólabörn
Á undanförnum tveimur vikum hafa leikskólabörn í Reykjanesbæ fengið að kynnast óperu. „Ópera fyrir leikskólabörn“ heimsótti alla leikskólana tíu í Reykjanesbæ og voru börnin ánægð með heimsóknina.
Frumkvöðull og höfundur óperu leiksýningarinnar er Alexandra Chernyshova. Hún söng jafnframt hlutverk álfadrottningar og samdi óperutónlist fyrir sýninguna. Barítónsöngvarinn og dansarinn Jón Svavar Jósefsson fór með hlutverk íkornans Ratatöski. Flytjendur leiddu leikskólabörn inn í ævintýraheim óperunnar og voru klædd í töfra óperubúninga. Börnin fengu að dansa, syngja með, hlusta á óperutónlist og kíkja inn fyrir töfrahurð óperunnar.