Lestrakeppni er framundan.
Keppnin er samvinnuverkefni Bókasafnsins og Samtakahópsins í Reykjanesbæ og er ætluð til að hvetja ungt fólk á aldrinum 6-18 ára til aukins lesturs.
Ákveðið var að leita til styrktaraðila svo hægt yrði að veita vegleg verðlaun í keppninni. Bláa lónið gefur fjölskyldukort sem gildir í eitt ár, Sambíóið gefur kort sem gildir á allar sýningar í eitt ár, Bókasafnið gefur árskort fyrir fullorðna auk bókagjafa, Forvarnarsjóður gefur reiðhjól og 4 leikhúsmiða og Tómstundasjóður gefur 4 miða á Samfésballið. Lestrarkeppnin er einnig á milli skóla, þ.m.t. Fjölbrautaskólans og mun sá skóli sem á nemendur sem lesa flestar bækur á tímabilinu 20. febrúar til 11. apríl 2014 fá borðtennisborð í verðlaun eða annað leiktæki að vali viðkomandi nemendaráðs.
Bókasafnið mun hafa umsjón með verkefninu og vera með miða á safninu sem ungmenni geta fengið þegar þau fá lánaðar bækur. Þegar þau skila bókunum þarf miðinn að vera útfylltur með staðfestingu foreldris/forráðamanns og hann settur í sérstakan kassa á bókasafninu. Það má lesa eins margar bækur (aðrar en námsbækur) eins og hægt er.
Dregið verður úr innsendum miðum 11. apríl n.k.
Lestrarkeppni hefst formlega í Bókasafninu kl. 17:00 fimmtudaginn 20. febrúar með því að tveir fulltrúar úr Ungmennaráði Reykjanesbæjar fá að láni fyrstu bækurnar. Þær Azra Crnac og Sóley Þrastardóttir,formaður Ungmennaráðs, munu fylgja verkefninu úr hlaði með stuttu ávarpi ásamt Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Gylfa Jóni Gylfasyni fræðslustjóra.