Heimildarmyndin „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt“ verður sýnd í Hljómahöll fimmtudaginn 9. júní kl. 17:00. Myndin tekur um 40 mínútur í sýningu en að henni lokinni verður boðið upp á pallborðsumræður. Aðgangur að viðburðinum er gjaldfrjáls.
Í myndinni fylgjum við Keflvíkingnum Sigurði Eyberg Jóhannessyni umhverfis- og auðlindaverkfræðingi í baráttu hans við að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Siggi reynir af fremsta megni að na? neyslu sinni inn fyrir mo?rk sja?lfbærni eins og þau eru skilgreind af aðferðarfræði vistsporsmælinga (e. Ecological Footprint). Hann finnur fljótt að það er hægara sagt en gert að ná því. En er það hægt? Nær Siggi takmarkinu?
Nánari upplýsingar á Facebook síðu Sjálfbærs Íslands.