Opinn íbúafundur um tillögu að deiliskipulagi Hafnargata, Suðurgata, Vatnsnesvegur og Skólavegur verður haldinn í Fjölskyldusetrinu (Gamla barnaskólanum), Skólavegi 1, mánudaginn 19. ágúst kl. 18:00.
Opinn íbúafundur verður haldinn í Fjölskyldusetrinu (Gamla barnaskólanum), Skólavegi 1, mánudaginn 19. ágúst kl. 18:00.
Á fundinum verður farið yfir tillögu að deiliskipulagi Hafnargata, Suðurgata, Vatnsnesvegur og Skólavegur. Tillagan er unnin af JeES arkitektum fyrir Reykjanesbæ.
Tillagan er til kynningar í anddyri ráðhús Reykjanesbæjar, einnig er hún aðgengileg hér að neðan.
Tillaga að deiliskipulagi - Hafnargata, Suðurgata, Vatnsnesvegur og Skólavegur