Reykjaneshöllin er 15 ára í dag
Reykjaneshöllin er 15 ára í dag 19. febrúar 2015. Samtals eru notendur orðnir 1.073.306 og þá eru áhorfendur ekki taldir með. Reykjaneshöllin er mjög vinsæl hjá göngufólki á öllum aldri og þeir skipta þúsundum á þessum 15 árum sem hafa notað húsið fyrir göngurnar.
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur 45 ára
Það eru fleiri íþróttamannvirki í Reykjanesbæ sem eiga afmæli á þessu ári. Íþróttamiðstöð Njarðvíkur (sundlaugin) var opnuð árið 1970 og verður því 45 ára. Heildargestafjöldi í sundlaugina á þessu árabili er í lok ársins 2014 kominn í 1.384.147.
Sundmiðstöðin 25 ára
Sundmiðstöðin var byggð árið 1990 og er því 25 ára á árinu 2015. Á þessum 25 árum hafa komið 2.723.005 gestir í laugina.
Íþróttamiðstöð Heiðarskóla 15 ára
Íþróttamiðstöð Heiðarskóla var vígð árið 2000 og fagnar því 15 ára afmæli á árinu. Notendur sundlaugarinnar þar eru orðnir 299.226 en í íþróttasalinn hafa komið 688.374 iðkendur eða samtals 987.600.
Tæplega 10 milljón iðkendur á 20 árum
Frá því Reykjanesbær varð til 11. júní 1994 hafa því komið alls 9.741.650 iðkendur í íþróttamannvirki bæjarins. Þá er ekki taldir með þeir sem nýta knattspyrnuvellina til æfinga og keppni.