Samráðsfundur um stöðu samgöngumála

Göngustígur við Rósaselsvötn
Göngustígur við Rósaselsvötn

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Suðurnesjum mánudaginn 22. mars klukkan 13:00-15:00. Á fundinum verður fjallað um samgöngumál á Suðurnesjum, helstu áskorannir og tækifæri og valkosti til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum.

Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku á skráningarsíðu fundarins. Allir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.

Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu samgöngumála.

Dagskrá

Klukkan 13:00-14:00

Erindi

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar.

Atli Geir Júlíusson, sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, og Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkur.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.

Klukkan 14:00-15:00

Umræður

Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni. Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar.

Fundarstjóri er Gissur Jónsson, varaformaður samgönguráðs.