Laugardaginn 30. apríl kl. 11:00 mun Skessuskokkið fara fram en þessi viðburður er hugsaður sem hvetjandi heilsuefling fyrir alla fjölskylduna. Það verður gengið eða skokkað frá Hafnarvoginni við Keflavíkurhöfn, niður Básveg og út í smábátahöfnina. Um er að ræða skemmtilega 1,5 km langa gönguleið þar sem allir geta tekið þátt.
Allir sem ljúka Skessuskokkinu fá stimpil í BAUNAbréfið og ís frá Ísbílnum í verðlaun. Fígúrur frá Leikfélagi Keflavíkur munu sjá um skemmtilega upphitun og að hvetja þátttakendur áfram í Skessuskokkinu.
BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ sem er hátíð fyrir börn og fjölskyldur sem haldin er í byrjun maí ár hvert. Markmiðið er að börn og fjölskyldur geti gert ýmislegt skemmtilegt saman tengt barnamenningu.
Frekari upplýsingar um sérstaka viðburði á BAUNinni verða birtar á vefsíðunni Visit Reykjanesbær undir en þar má einnig sjá alla dagskránna.