Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 24. maí 2018 var lögð fram og samþykkt tillaga um að gerð yrði úttekt á þeim verkferlum sem voru viðhafðir í samskiptum sveitarfélagsins við United Silicon. Alþingi hafði áður samþykkt að gerð yrði úttekt á samskiptum stjórnvalda við fyrirtækið og fól Ríkisendurskoðun að gera slíka úttekt. Fram kom í þeirri skýrslu að ýmsu hafði verið ábótavant í eftirliti og mati á umhverfisáhrifum af hálfu stofnana ríkisins.
Bæjarráð taldi eðlilegt að slík úttekt yrði einnig gerð af hálfu sveitarfélagsins. Lúðvík Arnar Steinarsson lögmaður var ráðinn til að gera úttektina sem nú liggur fyrir og var lögð fram á bæjarstjórnarfundi, þriðjudaginn 16. júní. Megin niðurstaða skýrslunnar er að annmarkar hafi verið við útgáfu byggingarleyfa sem ekki voru í samræmi við gildandi deiliskipulag. Hins vegar sé ekkert að finna sem bendi til þess að annarleg sjónarmið hafi ráðið ferð í samskiptum stjórnenda sveitarfélagsins við fyrirtækið.
Skýrsluna má finna hér