Frá grunnskólasýningu í Stapa.
Barnahátíð í Reykjanesbæ er nú í fullum gangi þessa dagana. Einn liður i hátíðinni var sýning grunnskólanna í Stapa. Þar fluttu nemendur úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar valin atriði frá árshátíðum skólanna auk þessa sem nemendur úr Tónslitarskóla Reykjanesbæjar fluttu tvö lög og dansarar frá Bryn-ballett akademíunni og Danskompaníinu sýndu dans.
Þessi sýning var skólunum okkar til mikils sóma. Atriði nemenda voru bæði mikil skemmtun og vel undirbúin. Nemendum úr 5. og 6. bekk grunnskólanna var boðið á þessa sýningu og voru áhorfendur einstaklega prúðir og nutu þess sem í boði var.