Í dag föstudaginn 25. feb. 2022 er appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 11:00 f.h. Gert er ráð fyrir miklu hvassviðri og hláku með tilheyrandi vatnsflaumi á götum en síðustu daga hefur verið unnið að því að fjarlægja snjó og opna niðurföll. Íbúar eru hvattir til að gæta að niðurföllum við hús sín og lausamunum á lóð.
Starfsemi sveitarfélagsins verður með venjubundnum hætti eins og hægt er en foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með veðri þegar líður að lokum skóladags bæði í leik- eða grunnskólum. Skólarnir eru öruggt skjól í slíkum aðstæðum þar til börn eru sótt.
Starfsfólk í heima- og stuðningsþjónustu m.a. við aldraða mun hefja daginn eins og venjulega en sjá til hvernig aðstæður þróast til ferðalaga á milli húsa.
Sama má segja um dagdvöl aldraðra en í þeirri starfsemi þarf að taka tillit til hvort hægt sé að flytja fólk með öruggum hætti á milli heimilis og Nesvalla.
Ægisgata og hluti af Keflavíkurhöfnun verður lokað um kl. 10:00 - þar til veður gengur yfir.
Að öðru leyti eru íbúar hvattir til að fara varlega og hjálpast að í erfiðum aðstæðum.