Þrautaleikur fjölskyldunnar fór fram á Þjóðhátíðardaginn 17. júní síðastliðinn. Þátttakan var með besta móti og ljóst á myndböndum og myndunum að þátttakendur skemmtu sér konunglega. Gaman er að segja frá því að nokkuð mörg lið tóku þátt öðru sinni en þrautaleikurinn var einnig í boði á Barnahátíð í Reykjanesbæ í lok maí. Íbúar gátu valið um fjóra leiki, Ásbrú og Hafnir, Keflavík, Innri-Njarðvík og Ytri-Njarðvík. Leikurinn fór þannig fram að þátttakendur notuðust við forrit til þess að flakka um bæinn og leysa alls konar skemmtilegar þrautir og oft þurfti að taka myndir eða myndbönd af liðsfélögum framkvæma þrautirnar.
Þrautaleikurinn var unninn í samstarfi Reykjanesbæjar og Skemmtigarðsins og verða veitt verðlaun fyrir stigahæsta liðið í allri keppninni en einnig voru fjögur lið, eitt úr hverjum leik, dregin af handahófi sem hljóta þátttökuverðlaun.
Stigahæsta liðið:
Smáratún 9.
Pétur, Natalía, Aron, Júlíana og Thelma.
Verðlaun: Barnaafmæli fyrir 15 manns að eigin vali í Skemmtigarðinum. Innifalið eru m.a. veitingar og skemmtun. Bíómiði í Sambíó með popp og gos fyrir alla liðsfélaga.
Þátttökuverðlaun: Bíómiði í Sambíó með popp og gos fyrir alla liðsfélaga
Ásbrú og Hafnir:
Fun family
Gabríel, Guðrún, Bjarni og Matthías
Keflavík:
Heiðarbraut 2
Stjáni, Gunna, Ásgeir og Ástrós
Innri Njarðvík:
Heiðarholt 30
Sigurrós María, Þórdís Bára, Óliver Darri
Ytri Njarðvík:
Skellibæjarkrókódíll
Sólveig, Logi, Hjörtur og Sólbrá
Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og öllum hinum þökkum við fyrir frábæra þátttöku og mjög skemmtilegar myndir og myndbönd. Hægt er að sækja vinninga í Þjónustuver Reykjanesbæjar frá og með þriðjudeginum 30. júní en við hvetjum vinningshafa til þess að sækja vinningana sem fyrst.