Íbúasamráð vegna deiliskipulags á Hafnargötu

Reykjanesbær vinnur að skipulagi við Hafnargötu og Ægisgötu. Um er að ræða nyrðri hluta Hafnargötu, óbyggða svæðið að sjó við Ægisgötu, og græna svæðið við Duustorg. Viðfangsefni skipulagsins er þróun á óbyggðum svæðum, frekari uppbygging á byggðum lóðum og endurnýjun göturýmis Hafnargötu.

Mikilvægur grundvöllur fyrir áætlanagerð sveitarfélagsins er samráð við íbúa. Með virkri þátttöku vonumst við til þess að íbúar komi sínum ábendingum til skila.

Athugið að samráðsvefir eru á íslensku og ensku.

Samráðsgátt verður opin til 27. september 2024

Senda inn ábendingu

Skipulagssvæðið: