Laugardaginn 15. júní sl. fengum við heimsókn frá Xianyang, vinabæ Reykjanesbæjar í Kína. Vinabær er líklega ekki rétt hugtak þar sem um 5 milljón manna borg er að ræða en ekki bæ. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs, tóku á móti gestunum. Með gestunum var túlkur sem hjálpaði til við gagnkvæman skilning. Eftir gott samtal um möguleg tækifæri í samskiptum sveitarfélaganna tveggja kynnti Guðjón Skúlason, formaður SAR (Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi) atvinnulífið á svæðinu auk þess sem við ræddum áskoranir á borð við hraðan vöxt Reykjanesbæjar, mikla fólksfjölgun, eldgos á Reykjanesi og hátt hlutfall íbúa af erlendu bergi.
Að samtali loknu skiptumst við á gjöfum og héldum í stutta skoðunarferð um Reykjanesbæ og nágrenni. Við heimsóttum m.a. kerskálana í Helguvík þar sem Justine Vanhalst, markaðs- og kynningarfulltrúi Iceland Eco-Business Park, greindi frá áformum um uppbyggingu grænna iðngarða í Helguvík Bergvík.
Gestirnir voru áhugasamir um Reykjanesbæ og buðu okkur að heimsækja Xianyang við tækifæri.
Þau sem komu frá Xianyang voru:
Xia Xiaozhong
Zhang Di
Gao Yongke
He Jian
Wang Miao
Pu Chunxia
Frá Reykjanesbæ:
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
Kjartan Már Kjartansson
Frá Iceland Eco-Business Park:
Justine Vanhalst