Fréttir og tilkynningar

Ungir lestrarhestar á bókasafni.

Breytingar á Bókasafninu

Á næstu dögum verða framkvæmdir á Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem stækka á barnadeildina og starfsemi upplýsingaþjónustunnar. Áætluð verklok eru í janúar nk. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem verða á meðan þessi vinna fer fram.
Lesa fréttina Breytingar á Bókasafninu
Jólahús.

Jólahús og jólagluggi Reykjanesbæjar 2013

Ljósabærinn Reykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um Ljósahús / Jólahús bæjarins frá árinu 2001 og er þetta því í þrettánda sinn sem veittar eru viðurkenningar fyrir bestu ljósaskreytingarnar í bænum. Reykjanesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð og margir gera sér sérstaka ferð …
Lesa fréttina Jólahús og jólagluggi Reykjanesbæjar 2013
Hvert verður jólahúsið í ár?

Íbúar kjósa jólahús Reykjanesbæjar

Val á Ljósahúsi Reykjanesbæjar 2013 fer fram á vef Víkurfrétta en kosning um jólahúsið hefst þann 12. desember kl. 18:00 og stendur til kl. 24:00 þann 15. desember. Það verður því viðhaft íbúalýðræði við val á jólahúsinu í ár eins og í fyrra. Nýtt verklag - íbúalýðræði 1. Nefndin: Skipuð er „jólan…
Lesa fréttina Íbúar kjósa jólahús Reykjanesbæjar
Klippa úr myndinni.

Torfærumyndasýning í Bíósal

Hreyfimyndir af torfærukeppnum og fleira sem Jónatan Ingimarsson tók upp á sjötta og sjöunda áratugnum verða sýndar á breiðtjaldinu í Bíósal Duushúsa laugardaginn 7. desember kl. 15:00. Myndirnar verða einnig á sýningu í Bíósalnum sunnudaginn 8. desember á meðan húsin eru opin þ.e. frá kl. 13.00 - 1…
Lesa fréttina Torfærumyndasýning í Bíósal
Strandleiðin í Reykjanesbæ.

Uppskeruhátíð Vaxtarsamnings Suðurnesja

Fimmtudaginn 5. desember kl. 17.00 í Bíósal Duushúsa, verður tilkynnt um úthlutun styrkja Vaxtarsamnings Suðurnesja í fjórða sinn. Samningur um Vaxtarsamning var gerður milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisins til fjögurra ára og er sá samningur nú að renna sitt skeið á enda. Það þýðir þó ekki…
Lesa fréttina Uppskeruhátíð Vaxtarsamnings Suðurnesja
Grænfána flaggað á Tjarnarseli.

Grænfánaafhending í Tjarnarseli

Föstudaginn síðastliðinn fékk Tjarnarsel afhentan Grænfánann í fjórða sinn  við skemmtilega athöfn. Elstu börnin á Sunnuvöllum tóku á móti fánanum frá verkefnisstjóra Landverndar sem talaði til Tjarnarselsbarnanna eftir að þau höfðu skemmt henni með fallegum söng og þegar nýji Grænfáninn okkar var d…
Lesa fréttina Grænfánaafhending í Tjarnarseli
Ungir kaffihúsagestir.

Gestir á öllum aldri

Gestir í ráðhúsi Reykjanesbæjar eru á öllum aldri. Í morgun kíktu nemendur leikskólans Vesturbergs í heitt súkkulaði og kleinuhring. Skemmtileg venja leikskólanna í bænum hefur skapast á aðventunni og er ein sú að heimsækja kaffihús í bænum okkar. 
Lesa fréttina Gestir á öllum aldri
Yfirlitsmynd af Reykjanesbæ.

Lokun Hringbrautar

Gatnamót Hringbrautar og Faxabrautar verður lokað fimmtudaginn 28 nóv vegna framkvæmda. Gert er ráð fyrir að lokunin standi frá kl 09:00 til 16:00.
Lesa fréttina Lokun Hringbrautar
Útsvarsliðið sigursæla.

Stórsigur í Útsvari!

Lið Reykjanesbæjar kom, sá og sigraði í Útsvari sl. föstudag þegar það mætti liði Garðabæjar og sigraði með 105 gegn 39 stigum og sló um leið stigamet þáttarins á þessum vetri. Óhætt er að segja að flestir hafi átt von á hörku keppni enda hefur lið Garðabæjar verið fremur harðskeytt með Vilhjálm Bj…
Lesa fréttina Stórsigur í Útsvari!
Frá verðlaunaafhendingu.

Holt hlýtur landsverðlaun fyrir e-Twinning verkefnið "Talking Pictures"

Leikskólinn Holt hlaut á dögunum þann mikla heiður að vinna til  landsverðlauna 2012-2013 fyrir eTwinning verkefni sitt „Talking pictures“ sem er samstarfsverkefni milli skóla í Evrópu sem unnin eru á internetinu. Talking pictures er samstarfsverkefni þriggja skóla, leikskólans Holts í Reykjanesbæ,…
Lesa fréttina Holt hlýtur landsverðlaun fyrir e-Twinning verkefnið "Talking Pictures"