Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Ljósanótt var sett með pomp og prakt í morgun þegar nemendur leik- og grunnskóla bæjarins slepptu ríflega 2000 blöðrum til himins.
Framundan er gríðarlega fjölbreytt dagskrá sem hefst strax kl. 13:00 með opnu púttmóti í boði Toyota í Reykjanesbæ . Seinnipartinn hefst svo listaveislan þegar myndlist…
Þann 28. ágúst var viðbygging við sérdeildina Ösp, í Njarðvíkurskóla, tekin formlega í notkun við hátíðlega athöfn, en deildin var sett á laggirnar haustið 2003. Byggt var við deildina vegna þess fötluðum börnum hefur fjölgað í samræmi við fjölgun íbúa í Reykjanesbæ. Þegar deildin var stofnuð var t…
Reykjanesbær selur Magma skuldabréfið og greiðir niður skuldir
28.08.2012 Fréttir
Reykjanesbær hefur selt skuldabréf sem bæjarfélagið eignaðist við sölu á HS orku til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy. Kaupandi bréfsins er Fagfjárfestasjóðurinn ORK sem rekinn er af Rekstrarfélagi Virðingar hf. og er fjármagnaður af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum. Kaupverðið nemur tæpum 6…
Hér á bæ er allt komið á fullt við undirbúning Ljósanæturhátíðarinnar sem haldin verður hátíðleg 30. ágúst - 2. september. Að venju verður mikið um dýrðir og eins og alltaf eru það íbúarnir sjálfir sem bera uppi stóran hluta dagskrárinnar með fjölbreyttum uppákomum eins og myndlistarsýningum, tónle…
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs og úthlutun úr Manngildissjóði
20.08.2012 Fréttir
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent í fimmta sinn mánudaginn 11. júní 2012, á afmælisdegi Reykjanesbæjar. Athöfnin sem ætið er með hátíðlegum blæ fór fram í Víkingaheimum. Hvatningarverðlaunin eru ætluð kennurum, kennarahópum og starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og Tónlist…
Úthlutun styrkja úr Umhverfissjóði Reykjanesbæjar fór fram í Víkingaheimum í gær en þar voru afhentir styrkir fyrir 2 milljónir króna.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki að þessu sinni:
Umhverfisvitund grunnskólabarna 200.000 kr Forvarnir í umferðar- og öryggismálum 310.000 kr Njarðvíkurskóli og l…
Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir því að veita viðurkenningu þeim sem af stakri prýði sinna umhverfi sínu og þannig fegra bæinn. Mikill tími og kostnaður getur farið í að sinna stórum heimagarði og margir sem sinna görðunum sínum vel og eru til fyrirmyndar. Íbúar eiga þakkir skilið fyrir fjölda …
Í dag var haldið upp á 45 ára afmæli leikskólans Tjarnarsels. Dagurinn var sérstaklega tileinkaður Tjarnarselsbörnunum, boðið var upp á hoppukastala, andlitsmálningu og leikhópurinn Lotta var með leiksýningu í boði foreldrafélagsins og leikskólans. Jafnframt bauð félagið upp á afmælistertu og formað…
Iðavellir frá Smiðjuvöllum að Aðalgötu og Hafnargata á milli Faxabrautar og Heiðarvegar verða lokaðar í dag fimmtudaginn 16 ágúst vegna malbikunarframkvæmda.
Starfið í grunnskólunum í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði hófst formlega í dag, miðvikudaginn 15. ágúst, með sameiginlegum starfsdegi. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri, ávarpaði starfsfólk með hvatningu um að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið, að efla námsárangur í skólum á svæðin…