Þessir ungu menn þurftu ekki að sækja um byggingarleyfi fyrir byggingu kofans en miðað við áræðni þeirra við verkið, verða þeir örugglega orðnir umsækjendur áður en langt um líður.
Frá og með 1. nóvember 2019 verður einungis hægt að sækja um byggingarleyfi með rafrænum hætti. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn á íbúagáttina Mitt Reykjanes. Til þess er að hægt að nýta Íslykil eða rafræn skilríki í síma.
Á undanförnum misserum hefur verið unnið að aukinni rafvæðingu stjórnsýslu Reykjanesbæjar til að gera þjónustuna enn skilvirkari með því að fækka milliliðum. Rafrænar umsóknir eru liðir í þeirri vinnu.
Leiðbeiningar
Innskráning á Mitt Reykjanes
Ásýnd umsókna á Mitt Reykjanes
Umsókn um byggingarleyfi
Hafa má samband við Þjónustuver Reykjanesbæjar ef frekari aðstoða er þörf.