Fréttir og tilkynningar

Bryggjuhús Duus Safnahúsa.

Duus safnahús og Rokksafnið komu vel út úr þjónustukönnun

Duus safnahús og Rokksafn Íslands fá hæstu einkunn fyrir þjónustu starfsfólks og áhugaverðar sýningar. Þetta kemur fram í gestakönnun sem Rannsókn og ráðgjöf vann sl. sumar. Niðurstöður voru kynntar á fundi menningarráðs Reykjanesbæjar 10. desember sl. Nokkrar athyglisverðar niðurstöður fengust í k…
Lesa fréttina Duus safnahús og Rokksafnið komu vel út úr þjónustukönnun

Leikskólinn Holt fær gæðaviðurkenningu

Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ fékk sérstaka viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni . Það  þótti skara fram úr þegar Rannís afhenti gæðaviðurkenningar menntaáætlunar Evrópusambandsins við hátíðlega athöfn í Ásmundasafni í gær. Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík fékk einnig viðurkenningu. Verkefni…
Lesa fréttina Leikskólinn Holt fær gæðaviðurkenningu

Mikill meirihluti hlynntur iðnaðaruppbyggingu í Helguvík

Mikill meirihluti íbúa á Suðurnesjum er hlynntur iðnaðaruppbyggingu í Helguvík, samkvæmt frétt sem birt var í Morgunblaðinu í morgun. Áhugahópur um atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi fékk Markaðs og miðlarannsóknir ehf. (MMR) til að gera viðhorfskönnun. Niðurstaða könnunarinnar leiddi í ljós að 72%…
Lesa fréttina Mikill meirihluti hlynntur iðnaðaruppbyggingu í Helguvík

Reykjanesbær slapp vel undan veðurofsanum

Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum slapp Reykjanesbær vel undan veðurofsanum í gærkvöldi og nótt. Einhverjar skemmdir urðu þó á húsum neðarlega við Hafnargötu og þurftu björgunarsveitarmenn að hreinsa plötur sem fuku af húsum. Verið er að kanna skemmdirnar. Reykjanesbrautin var opnuð á ný kl. 01 í …
Lesa fréttina Reykjanesbær slapp vel undan veðurofsanum
Jólin í Duus.

Jóladagskrá fjölskyldunnar í Duus Safnahúsum

Finnið jólasveinana í skemmtilegum ratleik Í aðdraganda jóla er gott að geta dregið sig út úr jólastressinu og átt notalega fjölskyldustund með smáfólkinu. Í Duus Safnahúsum hafa jólasveinarnir og þeirra nánasta fjölskylda falið sig vítt og breytt í Bryggjuhúsinu. Það er því þörf á hjálp barnanna …
Lesa fréttina Jóladagskrá fjölskyldunnar í Duus Safnahúsum

Fleiri hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík

Fleiri íbúar eru hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík en þeir sem eru á móti, þótt mjótt sé á munum. Alls 471 íbúi eða 50.4% er hlynntur breytingunni og þar með uppbyggingu kísilvers Thorsil ehf. Við Berghólabraut en 451 eða 48,3% á móti. 12 skiluðu auðu sem gera 1,3%. Kosningum lauk kl…
Lesa fréttina Fleiri hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík

Mikil gleði á jólaballi fólks með fötlun á Ránni

Góð þátttaka og mikil gleði var á jólaballi fólks með fötlun sem Björn Vífill Þorleifsson veitingamaður á Ránni og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar buðu til í gær á Ránni. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar og tónlistarmaður hélt uppi stuðinu í félagi við Kjartan Má sem…
Lesa fréttina Mikil gleði á jólaballi fólks með fötlun á Ránni

Bréfamaraþon Amnesty International í Bókasafni Reykjanesbæjar

Bókasafn Reykjanesbæjar tekur þátt í Bréfamaraþoni mannréttindasamtakanna Amnesty International þar sem fólki gefst kostur á að undirrita 12 mismunandi kort til stjórnvalda með áskorun um að stöðva gróf mannréttindabrot. Maraþonið hefst í dag og stendur til 18. desember. Á hverju ári í kringum 10. …
Lesa fréttina Bréfamaraþon Amnesty International í Bókasafni Reykjanesbæjar

Óheppilega dræm kjörsókn í íbúakosningunni

Nú líður senn að lokum 10 sólarhringa rafrænnar íbúakosningar um deiliskipulag í Helguvík. Þegar þetta er ritað, að morgni miðvikudagsins 2. des, hafa aðeins tæplega 6% íbúa á kjörskrá kosið eða um 600 manns af þeim rúmlega 10 þús. sem eru á kjörskrá. Kosningunni líkur aðfararnótt föstudagsins 4. de…
Lesa fréttina Óheppilega dræm kjörsókn í íbúakosningunni

Aðstoð við rafræn auðkenni í Bókasafni Reykjanesbæjar

Kjósendur þurfa að nota Íslykil eða rafrænt skilríki til að taka þátt í rafrænu íbúakosningunni sem nú stendur sem hæst í Reykjanesbæ. Boðið er upp á aðstoð við að nálgast Íslykil og þeir aðstoðaðir sem eiga rafrænt skilríki í Bókasafni Reykjanesbæjar á opnunartíma safnsins. Safnið er opið kl. 09:…
Lesa fréttina Aðstoð við rafræn auðkenni í Bókasafni Reykjanesbæjar