Barnahátíð og Skemmtigarðurinn standa fyrir frábærum þrautaleik fyrir fjölskyldur
18.05.2020
Fréttir
Nýjar áskoranir krefjast nýrra lausna.
Í stað hefðbundins fjölskyldudags á Barnahátíð hefur verið brugðið á það ráð í samstarfi við Skemmtigarðinn að bjóða upp á ótrúlega skemmtilegan þrautaleik fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ helgina 23. - 24.maí og þjófstarta um leið Hreyfivikunni sem hefst formlega 25. maí.