Fréttir og tilkynningar

Jólatré á Hafnargötu sem skreytt var af leikskólabörnum.

Hreinsun á jólatrjám

Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar mun hirða upp jólatré fyrir íbúa Reykjanesbæjar dagana 7 - 10 jan. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu setji tréin út fyrir lóðarmörk og hafi samband við Þjónustumiðstöð í síma 420 3200.
Lesa fréttina Hreinsun á jólatrjám
Álfakóngur og drottning.

Þrettándagleði og álfabrenna

Árleg þrettándagleði í Reykjanesbæ verður haldin mánudaginn 6. janúar á hátíðarsvæði á Bakkalág og við Hafnargötu 8. Dagskrá hefst kl. 18:00 með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði. Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar. Heitt kakó …
Lesa fréttina Þrettándagleði og álfabrenna

Breyttur opnunartími Bókasafnsins

Frá og með 3. janúar 2014 verður opnunartími Bókasafns Reykjanesbæjar sem hér segir: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 11:00 til 17:00
Lesa fréttina Breyttur opnunartími Bókasafnsins
Ástrós Brynjarsdóttir.

Ástrós Brynjarsdóttir valin íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013

Ástrós Brynjarsdóttir, var í dag valin Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013. Ástrós var valin taekwondo kona Íslands árið 2013 og árið 2012. Hún hefur sýnt fram á langtum besta árangur sem nokkur íslensk taekwondo kona hefur náð á einu ári frá upphafi. Á árinu 2013 var hún valin besta keppandinn á öllu…
Lesa fréttina Ástrós Brynjarsdóttir valin íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013
Íslendingur í New York.

Nýr vefur Víkingaheima

Í dag var hleypt af stokkunum nýjum og endurbættum upplýsingavef fyrir Víkingaheima, vikingaheimar.is, sem unninn hefur verið í samstarfi við vefhönnunarfyrirtækið Kosmos &Kaos. Á vefnum er gerð grein fyrir þeim sýningunum sem eru í sýningarhúsinu og þeirri starfsemi og aðstöðu sem Víkingaheimar bj…
Lesa fréttina Nýr vefur Víkingaheima
Verðlaunahafar í víkingaskipi.

Fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur

Nær 100 nemendur úr Reykjanesbæ eru á meðal þeirra 10% nemenda á öllu landinu sem hlutu hæstu einkunnir á samræmdum prófum á haustönn 2013.  Þetta gerist um leið og grunnskólanemar Reykjanesbæjar náðu almennt mjög stórstígum framförum á samræmdum prófum í haust. Í tilefni af þessum árangri bauð bæj…
Lesa fréttina Fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur
Ungir lestrarhestar á bókasafni.

Breytingar á Bókasafninu

Á næstu dögum verða framkvæmdir á Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem stækka á barnadeildina og starfsemi upplýsingaþjónustunnar. Áætluð verklok eru í janúar nk. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem verða á meðan þessi vinna fer fram.
Lesa fréttina Breytingar á Bókasafninu
Jólahús.

Jólahús og jólagluggi Reykjanesbæjar 2013

Ljósabærinn Reykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um Ljósahús / Jólahús bæjarins frá árinu 2001 og er þetta því í þrettánda sinn sem veittar eru viðurkenningar fyrir bestu ljósaskreytingarnar í bænum. Reykjanesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð og margir gera sér sérstaka ferð …
Lesa fréttina Jólahús og jólagluggi Reykjanesbæjar 2013
Hvert verður jólahúsið í ár?

Íbúar kjósa jólahús Reykjanesbæjar

Val á Ljósahúsi Reykjanesbæjar 2013 fer fram á vef Víkurfrétta en kosning um jólahúsið hefst þann 12. desember kl. 18:00 og stendur til kl. 24:00 þann 15. desember. Það verður því viðhaft íbúalýðræði við val á jólahúsinu í ár eins og í fyrra. Nýtt verklag - íbúalýðræði 1. Nefndin: Skipuð er „jólan…
Lesa fréttina Íbúar kjósa jólahús Reykjanesbæjar
Klippa úr myndinni.

Torfærumyndasýning í Bíósal

Hreyfimyndir af torfærukeppnum og fleira sem Jónatan Ingimarsson tók upp á sjötta og sjöunda áratugnum verða sýndar á breiðtjaldinu í Bíósal Duushúsa laugardaginn 7. desember kl. 15:00. Myndirnar verða einnig á sýningu í Bíósalnum sunnudaginn 8. desember á meðan húsin eru opin þ.e. frá kl. 13.00 - 1…
Lesa fréttina Torfærumyndasýning í Bíósal