Dagur íslenskrar tungu er árlegur hátíðisdagur sem haldinn er 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hann er tileinkaður íslenskri tungu og málrækt, með áherslu á að minna okkur á mikilvægi þess að varðveita og efla tungumálið okkar.
Þessi hátíðisdagur var fyrst haldinn árið 1996 að frumkvæði þáverandi menntamálaráðherra, og hefur síðan þá verið fastur liður í menningarlegri dagskrá landsins. Skólar landsins nýta daginn oft til að sinna fjölbreyttum verkefnum sem vekja athygli á íslenskunni og stuðla að aukinni vitund nemenda um gildi móðurmálsins.
Í grunnskólum Reykjanesbæjar markar dagurinn jafnframt upphaf Stóru upplestrarkeppninnar, sem er ætluð nemendum í 7. bekkjum. Keppnin miðar að því að vekja áhuga á vönduðum framburði og upplestri, og hápunkturinn er að vori þegar valdir fulltrúar frá hverjum skóla taka þátt í lokakeppni á svæðinu.
Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur, og við hvetjum við því alla til að flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins.
Er íslenskan aðalmálið? Kynntu þér málið HÉR!