Í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika í Stapa fyrir 1-4 bekk allra grunnskóla bæjarins í dag, 26 september. Flutt var verkið „Ástarsaga úr fjöllunum“ þar sem skyggnst er inn í heim íslenskra trölla á hugljúfan og hnyttinn hátt. Saga Guðrúnar Helgadóttur um spennandi og tregafullan heim trölla er dregin upp með litríkum hljóðmyndum ásamt lestir og söng Jóhanns Sigurðssonar leikara og einstökum myndum Brians Pilkington. Ekki var annað að sjá en að börnin hafi skemmt sér konunglega og vill Reykjanesbær þakka Sinfóníuhljómsveit Íslands kærlega fyrir komuna og að heiðra sveitafélagið með þessum hætti á afmælisárinu.