Starfsloka- og starfsafmælisfögnuður

Fimmtudaginn 6. febrúar var haldin hátíðleg samkoma fyrir starfsfólk sem náði 25 ára starfsaldri á árinu 2024 og þá sem létu af störfum vegna aldurs. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs, buðu hópnum til kaffisamsætis á Restaurant Kef fyrir hönd bæjarstjórnar. Góð þátttaka var í viðburðinum og hafði hver gestur tækifæri til að taka með sér einn gest.

Reykjanesbær hefur á síðustu árum tileinkað sér þá hefð að heiðra starfsfólk sem hefur starfað hjá sveitarfélaginu í 25 ár og þakka þeim fyrir dygga þjónustu við bæjarbúa. Fyrir nokkru var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu þannig að í stað þess að fagna stórafmælum starfsfólks yrði starfsaldri fagnað. Þannig eru nú haldin sérstök kaffisamsæti fyrir starfsfólk sem nær 10 ára starfsaldri á hverjum vinnustað og sameiginleg athöfn fyrir þau sem ná 25 ára starfsaldri ásamt þeim sem láta af störfum vegna aldurs.

Árið 2024 náðu sex einstaklingar 25 ára starfsaldri hjá Reykjanesbæ, en 14 létu af störfum vegna aldurs. Margir þeirra höfðu starfað hjá sveitarfélaginu um áratugaskeið og jafnvel alla sína starfsævi. Reykjanesbær þakkar þeim öllum innilega fyrir dýrmæt og ómetanleg störf í þágu samfélagsins.

Þakklæti er okkur efst í huga fyrir ykkar ómetanlega starf og við óskum þeim sem láta af störfum vegna aldurs velfarnaðar á nýjum kafla í lífinu. Takk fyrir ykkur!

Starfsfólk sem náði 25 ára starfsaldri árið 2024

  • Ester Sigurjónsdóttir
  • Eyþór Ingi Kolbeinsson
  • Hafsteinn Ingibergsson
  • Hafþór Barði Birgisson
  • Jóhann Gunnarsson
  • Unnur Pálsdóttir

Starfsfólk sem lét af störfum vegna aldurs árið 2024

  • Anna Gústafsdóttir
  • Ágúst Ingvarsson
  • Ásgerður Ólöf Þórarinsdóttir
  • Ásgerður Þorgeirsdóttir
  • Ásta Björnsdóttir
  • Dagfríður Guðrún Arnardóttir
  • Ewa Krystyna Netkowska
  • Guðbjörg S. Marteinsdóttir
  • Jón Róbert Newman
  • Kristín Ása Davíðsdóttir
  • Magnea Björnsdóttir
  • Ragna Finnsdóttir
  • Sigríður Magnúsdóttir
  • Steinunn Sigríður Gestsdóttir
  • Unnur Pálsdóttir
  • Vigdís Karlsdóttir