Þann 29. nóvember sl. tók Reykjanesbær þátt í fyrsta rafræna fundinum með norrænum bæjarstjórum í Barnvænum sveitarfélögum sem var tileinkaður réttindum barna. Alls voru níu bæjarstjórar sem tóku þátt frá Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Noregi.
Fundurinn var skipulagður af UNICEF á Íslandi í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið. Aðaláhersla fundarins var þátttaka barna og mikilvægi þess að börnum séu tryggðar leiðir til þess að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Sveitarfélögin deildu sín á milli reynslusögum og áhugaverðum nálgunum á verkefnið.
Ásamt Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar sátu fundinn Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags í Reykjanesbæ og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ sem kynnti verkefnið Allir með.
Fundurinn markar fyrsta skrefið í átt að frekari samvinnu Barnvænna sveitarfélaga á Norðurlöndunum þar sem lík sveitarfélög geta speglað sig og lært af hvoru öðru.