Miðvikudaginn 12. mars sl. fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fram í Stapa í 28. sinn. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður höfðu skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver. Fjórtán keppendur tóku því þátt að þessu sinni, tveir frá hverjum skóla. Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember ár hvert en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Fram að lokakeppni leggja nemendur og kennarar sérstaka áherslu á vandaðan upplestur og framsögn.
Það er óhætt að segja að keppendur hafi staðið sig með prýði og verið sjálfum sér og sínum skóla til mikils sóma. Dómnefndin var ekki öfundsverð af hlutskipti sínu að velja í verðlaunasæti enda sagði Guðbjörg Sveinsdóttir formaður dómnefndar áherslu á það að allir væru í raun og veru sigurvegarar þar sem hver og einn keppandi hefði sigrað í sínum skóla. Að sama skapi hvatti hún keppendur til þess að halda áfram að leggja rækt við þennan þátt móðurmálsins, vandaðan upplestur og framburð. Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar tók í sama streng og lagði áherslu á að hvert og eitt þeirra væri sigurvegari í þeim skilningi að keppendur hefðu tekið miklum framförum frá því þeir hófu þessa vegferð í nóvember. Hann sagði jafnframt að það væri í raun alveg stór merkilegt að á hverju ári skuli heill árgangur í nær öllum, ef ekki öllum, grunnskólum landsins verja stórum hluta vetrarins í að æfa sig í flutningi íslensks máls. Helgi þakkaði Önnu Huldu Einarsdóttur kennsluráðgjafa á skrifstofu menntasviðs og Haraldi Axel Einarssyni grunnskólafulltrúa fyrir að hafa umsjón með Stóru upplestrarkeppninni og veg og vanda að undirbúningi þessarar glæsilegu hátíðar.
Sigurvegarar keppninnar í ár voru eftirfarandi:
- sæti var Magni Sær Gunnarsson, Háaleitisskóli
- sæti var Kristjana Nótt Guðrúnardóttir, Myllubakkaskóli
- sæti var Jan Ólafur W. Halldórsson, Myllubakkaskóli
Allir keppendurnir fengu bók og rós í viðurkenningarskyni en fyrstu þrjú sætin fengu einnig peningaverðlaun í boði Íslandsbanka.
Ómissandi þáttur þessarar hátíðlegu stundar er tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en flutt voru þrjú tónlistaratriði á hátíðinni. Í upphafi léku þeir Davíð Þór Garðarsson og Jan Ólafur W. Halldórsson sem spiluðu á saxafón When the Saints við undirleik Alberts Sölva Óskarssonar Eftir hlé lék VanessaGodlewskaSwanlake e. PyotrTchaikovsky á fiðlu en Sigrún Gróa Magnúsdóttir lék undir á píanó. Þegar dómnefnd vék úr salnum fengu gestir að njóta píanóleiks en það voru þeir Sveinn Rúnar Sveinbjörnsson sem lék StefúrCarmen e. GeorgeBizet og Óliver Ágúst C. Magnússon lék Ballede e. FriedrichBurgmuller
Rósa Kristín Jónsdóttir sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni frá fyrra ári kynnti skáld hátíðarinnar, Hjalta Halldórsson. Jón Ingi Garðarsson einnig sigurvegari frá því í fyrra, kynnti ljóðskáld hátíðarinnar sem voru mörg að þessu sinni. Þá las JakubPiotrMaliszewskinemandi í Heiðarskóla ljóð á móðurmáli sínu, pólsku. Að lokum flutti Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðsávarp og afhenti bókagjafir.
Ástæða er til að þakka öllum upplesurum, tónlistarflytjendum, kennurum og foreldrum fyrir frábæran undirbúning sem skilaði sér í vönduðum og góðum flutningi fyrir fullum sal af áhorfendum.
Keppendur sem tóku þátt:
Árdís Eva Árnadóttir, Heiðarskóli
Bergur Freyr Jónsson, Akurskóli
Elena Lilja Söring Arnarsdóttir, Háaleitisskóli
Eva Sól Lucic, Akurskóli
Jan Ólafur W. Halldórsson, Myllubakkaskóli
Karen Gígja Guðnadóttir, Njarðvíkurskóil
Karen Júlía Traustadóttir, Stapaskóli
Katla Diljá Sigurðardóttir, Stapaskóli
Kristjana Nótt Guðrúnardóttir, Myllubakkaskóli
Magni Sær Gunnarsson, Háaleitisskóli
Sóley Rún Arnarsdóttir, Holtaskóli
Viktoría Sól Sigurðardóttir, Njarðvíkurskóil
Þorbjörg Eiríka Björgvinsdóttir, Heiðarskóli
Þórbergur Eriksson, Holtaskóli