Í dag fagnar Reykjanesbær 30 ára afmæli en sveitarfélagið varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna þann 11. júní árið 1994. Tímamótunum verður fangað í dag með margvíslegum hætti og fjölda viðburða fram til 17. júní. Dagskráin hefst með frumsýningu á myndbandi sem var framleitt í tilefni afmælisins. Myndbandið dregur saman eftirminnileg augnarblik úr sögunni og fer yfir þá uppbyggingu og þróun sem hefur átt sér stað frá sameiningunni. Í kjölfar þess verður hátíðarfundur bæjarstjónar þar sem bæjarstjórn mun útnefna heiðursborgara og boðið upp á kaffiveitingar.
Að bæjarstjórnarfundi loknum verður blásið til stórtónleika fyrir alla fjölskylduna á þaki Hljómahallar þar sem Albatross spilar ásamt, Friðriki Dór, Röggu Gísla, Jóhönnu Guðrúnu og Sverri Bergmann. Matarvagnar verða á staðunum. Veðurguðirnir ætla svo sannarlega að vera með okkur í liði og hvetjum við fólk til að nota virkan ferðamáta til og frá tónleikasvæðinu. Stærtisvagnar munu ganga fram til kl. 21.00 þegar að síðasta ferð allra leiða fer frá Krossmóa.
Við hvetjum íbúa til að taka þátt í hátíðarhöldunum og kynna sér dagskrá afmælisvikunnar inni á 30ara.is. Góða skemmtun!