Farsæld barna fagnað í Hljómahöll
30.10.2023
Fréttir
Innleiðingarteymi í verkefninu Farsæld barna hjá Reykjanesbæ blés til veislu miðvikudaginn 18. október, í Stapa í Hljómahöll. Tilefnið var að fagna þeim áföngum sem hafa náðst hingað til í verkefninu og auka sýnileika á þess. Viðburðurinn markaði kaflaskil í vegferðinni, þar sem framkvæmd verkefnisins fer nú á fulla ferð og innleiðingin hefst með krafti eftir góðan og mikilvægan tíma í undirbúning og þróun.